Erum við ekki að grínast með þetta ?????
29.1.2009 | 20:17
Er kynhneigð fólks farinn að skipta meira máli en annað ? Er ekki verið að setja hana í þetta embætti vegna starfa hennar eða er það bara athyglissýki Íslendinga ? Held ekki, hún er sennilega með mestu reynsluna af þeim sem að koma til greina og ábyggilega sá aðili sem þorir að gera þær breytingar sem þarf að gera. Skil ekki að fréttamennska skuli snúast um þetta og að það sé verið að ýta undir það. Hennar kynhneigð hlýtur að vera hennar einkamál og þetta snýst ekki ( að ég held) um að koma henni í sögubækur eða annað þess háttar. Þá er nú illa komið fyrir henni íslensku þjóð. Svo mörg eru þau orð um þessar fréttir.
Jóhanna vekur heimsathygli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Jóhanna er ekki öfundsverð því væntingar á hana eru komnar langt yfir mögulega getu hennar í þessu óstandi. Ég hef hinsvegar trú á að hún geri sitt besta og fer ekki fram á meira.
Offari, 29.1.2009 kl. 20:27
Athyglin á svo sannarlega rétt á sér og mér líst hreinlega ekkert á þróun mála á Íslandi um þessar mundir. Ef þetta gengur eftir, þá mun ég í fyrsta skipti virkilega skammast mín fyrir að vera íslendingur.
Bó, 29.1.2009 kl. 22:37
Jóhanna er heiðarleg og þannig þingmenn eru ekki á hverju strái. Algjörlega sammála þér Gústi, auðvitað er hún þarna vegna þess að nú vantar okkur duglegt heiðarlegt fólk. Hilsen
Tryggvi Marteinsson (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 15:48
Jóhanna er "stór" manneskja" , þá á ég við mannvinur og húmanisti. Mér blöskrar líka fréttaflutningur af kynhneigð hennar. Fólk er alveg ótúlegt! Það eru reyndar margar þjóðir tvöfaldir í roðinu með þetta, sérstaklega Bretar. Þeir þykjast mjög líberal svona meðal almennings en þegar kemur að embættum, stjórnunarstöðum þá er gamla íhaldssemin á fullu og þú þarf að vera komin af réttu fólki, með rétt málfar og í réttri stöðu eða hillu í þjóðfélaginu. Ég segi bara áfram Jóhanna!
Sigurlaug B. Gröndal, 3.2.2009 kl. 10:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.