Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
Alltaf með allt niðrum sig
29.5.2008 | 10:38
Alveg er það ótrúlegt hvað alþingismenn og konur okkar eru alltaf að klára allt á síðustu stundu, með fullt af frumvörpum í gangi á síðustu dögum og svo er verið að greiða atkvæði um og semja lög og annað í einhverju fáti til að komast í sumarfrí. Það er alveg ótrúlegt. Seint munu þeir læra, því að þetta virðist gerast ár eftir ár.
Halló, ekki gera ekki neitt.
Rætt um sjúkratryggingar á Alþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Snilldar athöfn!
29.5.2008 | 10:20
Vá hvað mér líst vel á þetta framtak atvinnubílstjóra. Sumir hafa sagt að þeir væru búnir að klúðra málum með því að mæta á þingpalla og hrópa og kalla, en þá kemur þetta frábæra útspil.
Styð þá heilshugar og það sem er best við þetta er að þeir eru ekki bara að hugsa um sig heldur þjóðina alla.
Þeir eru að senda skýr skilaboð til ráðherra og þingmanna um það hvernig þeir eru að drepa þjóðina, með því að gera ekkert til að bæta ástandið.
Lifi Baráttan
Fyrst og fremst táknræn athöfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Af hveru er svona mikill munur ?????
22.5.2008 | 13:33
Það er verið að dæma mann fyrir að taka annað líf og það er gott, fær þyngsta dóm sem hægt er að ég held. Af hverju er þá ekki sama gert við þá sem nauðga og misnota aðra, börn og fullorðna. Þeir eru að eyðileggja líf þeirra sem hlut eiga að og fá alveg fáránlega milda dóma. T.d lögmaðurinn sem dæmdur var í 3ja ára fangelsi fyrir að hafa samræði við börn. Fasteignasalinn sem að nauðgaði konu á hrottafenginn hátt fékk ekki eins þungann dóm og þetta. Hvaða skilaboð er verið að senda þeim sem verða fyrir þessu. Kannski að það sé ekki alvarlegt að eyðileggja líf, bara ef að þú endar það.
Þetta er mikið hitamál og veit ég að Atli Gíslason alþingismaður og Hæstaréttarlögmaður hefur líkt þessu við "sálarmorð " og það er mikið til í því.
Mér finnst að það þurfi að skoða þetta og breyta reglum um hvað má fara fram á þunga refsingu fyrir brot af þessu tagi. Þetta eru að mínu mati verri brot, og miklu verri afleiðing heldur en af manndrápi eða morði. Ekki að það að ég sé að daga úr alvarleika slíkra brota.
Pæling!
Dæmdur í 16 ára fangelsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Enn eitt klúðrið
22.5.2008 | 13:13
Það væri fróðlegt að vita hversu mörg mál hafa farið á sama veg og þetta. Það er alltaf verið að sýkna eða vísa frá málum vegna þess að ákæruvaldinu tekst ekki að sanna sekt eða þá að liðinn er of langur tími og svo framvegis.
Man ekki eftir öðrum eins tíma þar sem fréttir eru að berast af jöfn mörgum málum er hreinlega "klúðrað" af hálfu ákæruvalds.
Þetta er eitthvað sem þarf að skoða betur.
Takk.
Sýknaður af ákæru fyrir axarsveiflu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Frábær drengur
22.5.2008 | 10:00
Eyþór Ingi kemur sterkur inn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Glitnir sýnir fordæmi
21.5.2008 | 10:07
Já enn og aftur er Glitnir að sýna fordæmi og bregðast við. Það er verið að vinna í að fella niður gildandi kauprétti og svo hafa forsvarsmenn bankans og stjórnarmenn tekið á sig launabreytingar til lækkunar ef að ég man rétt. Það er frábært að vita til þess að svona sé brugðist við þegar aðstæður breytast, og þó að það sé spurning um ágæti þessara samninga þó að vel ári. En enn og aftur finnst mér þeir vera að bregðast við á réttan hátt. Það var í fréttum um daginn að verið væri að segja upp fólki og það er miður en miðað við það sem verið er að gera í launamálum og kaupréttarmálum þá er þetta eini bankinn sem að ég veit um sem að tekur til innanhús hjá ráðamönnum.
Takk
Ætla að fella niður gildandi kauprétti hjá Glitni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Er þetta ekki alveg magnað ?
9.5.2008 | 09:06
Verðið hækkar og hækkar, sveiflast til og frá en það er nú svo skrýtið að það virðist ekki taka lækkunum hér heima þegar það ertu sveiflur niður á við í verði ? Af hverju skyldi það vera ?
Ekki er nóg með að íslensku olíufélögin vilji græða sem mest á bensín og olíusölu heldur eru þau að herja inn á veitinga og verslunarmarkaðinn, og eru ekki með lágvöruverð þar, það er á hreinu. Ekki hefði ég trúað því að bensínstöð í Reykjavík yrði eins og hún er í dag, miðað við hvernig hún var á árunum 78-90 en þá var bensínstöð bara bensínstöð. Nú sjáum við Subway, Quiznos, KFC og að ég held Burger King á bensínstöðvum.
Græðgin að drepa félögin???? Ég bara spyr.
Verð á olíu 124,47 dalir tunnan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Frábært framtak
9.5.2008 | 08:59
Það verður gaman að sjá hvernig fyrirliðarnir standast það að láta eitthvað flakka í hita leiksins, en það er alveg frábært að heyra að allir séu samstíga í því að útrýma fordómum og hvetja áhorfendur til hins sama.
Skildi þetta vera tilkomið vegna fordóma hér heima í boltanum eða hvað ? Styðjum þetta framtak fótboltamann og kvenna og segjum fordómum stríð á hendur.
Knattspyrnumenn á Íslandi vilja fótbolta án fordóma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
foa.dk
5.5.2008 | 16:03
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Já það er ekkert annað
5.5.2008 | 15:19
Það hefur lengi verið sagt að í Danmörku sé ekki verið að semja um háar tölur og svo frv. Sé ekki betur en að þetta sé mikil hækkun, kannski ekki á danskan mælikvarða en væri fróðlegt að vita hvað greitt er í heildina.
Samið í Danmörku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)