Frábært dönskunám sem ég er kominn í !
19.9.2008 | 23:02
Já það má nú segja að þetta dönskunám sem byrjaði í dag lofi góðu. Það var byrjað í tölvum á nemendaverkstæði eða eitthvað í þá áttina, en það er aðstaða til að koma og læra þegar ekki er verið í tímum, með aðgangi að tölvum bókum og hljóðsnældum. Einnig er þar kennari til að aðstoða alla daga. Þarna má ég koma þegar ég vil og læra. Ég var settur í hóp 2 í efri kanti til þess að ég læri sem mest þangað til að ég byrja í Aðgagnskúrsus í Syddansk university. Það er þeirra markmið að ég verði fær um að takast á við námið þegar þar að kemur og vilja þau allt fyrir mig gera. Það er frábært að fá þennan meðbyr og mig er farið að hlakka mikið til. Það er altalað hér að enginn Íslendingur hafi náð dönsku í aðgangi og er það mitt markmið að verða fyrstur til þess. Skil ekki að fólk leggi ekki á sig að læra tungumálið í því landi sem það er búsett á meðan á námi stendur. Annars er þetta að leggjast mjög vel í mig og okkur öll. Það er gott að vera hér í Danmörku og mikið gert fyrir fjölskyldufólk. Við vorum t.d. hjá lækni um daginn og það kostaði okkur ekkert. Bara tekið sjúkrasamlagskortið og rennt í gegn um svona lesara í tölvu. Fín þjónusta hjá lækninum og hún útskýrði fullt fyrir okkur. Svo fáum við rúmar 3.þúsund dkr í húsaleigubætur sem er rúmlega helmingur af leigugjaldinu, þannig að við greiðum rúmlega 2. þúsund dkr. Barnabætur eru góðar og svo er ég að kanna hvaða möguleika ég hef til að taka lán hér úti fyrir náminu, eða framfærslu á meðan á námi stendur. Þarf ekki að greiða skólagjöld vegna þess að ég er frá Íslandi. Það er einn plúsinn.Fæ líka frípláss á leikskólanum fyrir Stefán Pál á meðan ég er í námi, en það er bara með einu barni þannig að þegar Dana fer í nám þá getur hún sótt um frípláss fyrir Ástrósu þegar hún er komin á leiksóla eða vöggustue eins og það heitir hér. Það sparar 3 þúsund á mánuði. Svona er kerfið að virka fyrir okkur og hefur örugglega upp á fleira að bjóða sem að við lærum á meðan við erum hér. Takk í bili
Athugasemdir
Hej Gústi,
Rart at se, at du og din familie er tilpasning såvel til det nye liv i Danmark.
Med venlig hilsen fra Jói Baldur og familie
Jóhannes Baldur Guðmundsson, 22.9.2008 kl. 09:11
Það var í tísku í den að þykja danskan leiðinleg. Þar sem ég fylgdi aldrei tískunni og hef ekki gert (enda tekist illa upp þegar ég hef reynt það), þá fanns mér danskan skemmtileg. Njóttu þess að læra hana "beint í æð" af baununum sjálfum. Gangið þér vel og ég bið að heilsa Dönu. Det er så dejligt i Danmark!
Sigurlaug B. Gröndal, 22.9.2008 kl. 21:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.