Er íslenska krónan í frjálsu falli ??
2.10.2008 | 08:02
Það er allt eins þessa dagana. Gengið er að hrella okkur því að við erum að fá alla innkomu okkar frá Íslandi og fáum alltaf minni og minni pening í vasann. Það er ótrúlegt hvað þetta hefur breyst á þeim stutta tíma sem við erum búin að vera hér.
En dönskunámið gengur fínt og lífið hér allmennt. Það er verið að spá miklum uppsögnum hér í Danmörku á næstu 12 mánuðum. En það er í ákveðnum fögum mikill samdráttur. Svo er verið að taka til skoðunar dagpeningakerfið hér líka. Þannig að það er mikið um að vera, en ekki eins mikil sveifla eins og á Íslandi að ég tel. En eins og ég sagði er námið að ganga vel. Ég á að færast í dönsku 3 eftir mánuð eða svo og það er fínt. Er í dönsku 2 núna og finn að það er smá í málfræðinni sem mig vantar og er verið að vinna í því. Hér er verið að vinna í að gera mig klárann til að takast á við háskólanámið. Láta mig læra sem mest á sem styðstum tíma eða þannig. Það er gott og ég hef bara mjög gaman af því að læra.
Nú er bara að kanna hvort að hægt sé að fá námslán hér í danmörku til þess að fá eitthvað í vasann. Það gengur ekki að vera á lánum frá Íslandi eins og staðan er núna. Það þarf mikið að breytast til þess að það sé sniðugt. Hef verið að skoða hvaða möguleikar eru til staðar og á eftir að kanna það betur. Kannski getur bankinn hér veitt lán meðan á náminu stendur. Svo er spurning hvort að ég eigi rétt á láni frá SU.
Takk.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.