Danmörkin á jólum!

Já nú erum við að halda jól í Danmörku, og það er búið að vera gaman að fylgjast með undirbúningnum hér. Það eru rauð jól og mikið búið að spá í hvað gera Danir á jólum. Þeir virðast vera með svipuð jól og við Íslendingar, fyrir utan stress og kapphlaup. Mikið um að fólk væri farið að kaupa jólagjafir snemma og áttu svo rólegan dag í dag, það var þannig hjá okkur. Ég átti bara eftir að versla handa frúnni frá mér og svo frá börnunum, og það tók ekki langan tíma. Svo röltum við um og skoðuðum jólastemmninguna sem var fínt. Það er Juleaften sem að allt snýst um, aðventugjafir,enda bara einn julemand og ýmislegt sem að maður er ekki vanur. Það sem að mér finnst best er að það er ekki verið að drepa starfsfólkið í verslunum, breytist aðeins opnunartíminn en það er ekki opið langt fram á kvöld alla daga, það var bætt inn sunnudögum í desember. Svo lokað á venjulegum tíma í dag(Þorláksmessu) og eitthvað lítið opið á morgun. Svo er bara mikið lokað á milli jóla og nýárs. En þetta verða gleðileg jól engu að síður og það að hafa alla strákana hjá okkur er frábært. Bið að heilsa öllum og óska gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessaður og þakka kveðjurnar. Ég var að lesa jólapistilinn þinn og einmitt ekki allt á öðrum endanum þó jólin nálgist. Það hefur gerst áður. Óska þér og þínum gleðilegra jóla og flottrar framtíðar.

Bestu kveðjur, Tryggvi

Tryggvi Marteinsson (IP-tala skráð) 24.12.2008 kl. 10:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband