Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Það er gott að leita leiða til að hjálpa !

En það er kannski líka áríðandi að hjálpa þeim sem eru erlendis að fá peningana hraðar en nú er. Það tekur að mér skilst 3-5 daga að fá peningana færða út á reikninga erlendis og það er ekki gott að lenda í vanskilum í landinu sem verið er að læra í. Það er leiðinlegt að þurfa að borga of seint og ekki er gott að geta ekkí borgað reikninga. 
mbl.is Leita leiða til að hækka skammtímalán stúdenda erlendis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er ráðherra sem bregst við !

Já það myndi ég segja, þarna er verið að gera eitthvað til þess að takmarka tjón heimila og einstaklinga, fjárhagslega og líka andlega. Það getur verið nógu slæmt að missa tekjur eða hluta af vinnu og innkomu. Því tel ég þetta vera frábæra leið til þess að mæta þeim áföllum og bæta greiðslur til þeirra sem mest þurfa.

Enn og aftur gaman að vita til þess að ráðherra taki til hendinni og ekki kemur á óvart að það sé Jóhanna sem tekur af skarið. Er hennar tími að koma ????  


mbl.is Spornað við uppsögnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alltaf á þessum árstíma ?

Mikið er skrýtið að þetta þurfi að koma upp á þessum árstíma! Það var í fyrra eitt stórt gjaldþrot sem snerti starfsmenn mjög illa yfir hátíðarnar og nú virðist vera mikið um að fyrirtæki séu að róa lífróður. Jú það er uppsagnarfrestur hjá stafsmönnum en ég spyr, er það öruggt að fyrirtækin sem eru að róa lífróður geti greitt laun, eða erum við að sjá enn og aftur það gerast að þeir sem eru að vinna hjá þessum fyrirtækjum eigi ekki í sig og á í desember. Það er umhugsunarefni og kannski eru þeir sem í þessari stöðu lenda nú, í verri málum, miðað við ástandið í þjóðfélaginu, verðbólgan hærri og gengið eins og það er, skuldirnar vaxa mjög hratt.

Já það er ekki öfundsverð staða hjá þessu fólki og það veit ég af reynslu minni. Ég þurfti að horfa framan í fólkið í fyrra sem fékk ekki laun í okt, nóv og desember. Það er ekki góð staða að lenda í.

En vonandi lagast þetta og vonandi verður þetta ekki raunin í ár. En ef svo yrði þá finnst mér það skylda ábyrgðarsjóðs launa að leysa út því, eða réttara sagt vinnumálastofnunar og ríkisstjórnarinnar. Það á ekki að láta þetta gerast ár eftir ár. Það er nógu slæmt ástand í landinu án þess að þetta kæmi líka, ef að svo færi. En þetta er bara mín pæling og tel ég rétt að koma henni áfram.


mbl.is Hálfdofnir þótt búist væri við uppsögnunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smá leiðrétting vegna launamála hér!

Launin sem að ég var að tala um eru laun í námi, en lágmarkslaun eru 110 kr á tímann. Það eru 160 tímar svo að launin eru 17.600 dkr. Það myndi reiknast sem 352.000 ísl.krónur miðað við 20 kr gengi. Það er samt 176.000 kr miðað við 10 kr. gengi. Það er smá munur á því og því sem gerist á Íslandi. Svona virðist þetta vera hér í Danmörku. Svo er annað sem að ég komst að í dag, en það er  hægt að fá SVU sem er nokkur veginn það sama og SU nema þetta er fyrir alla eldri en 20 ára og búa í Danmörku. Þarf að kanna þetta betur til þess að sjá hvort að þetta sé eitthvað sem ég get nýtt mér. 

Laun í Danmörku !!!

Það er skrýtið að upplifa það hér, eftir að hafa verið að vinna hjá stéttarfélagi á Íslandi, hvað það er mikill munur á launum og í sumum störfum.

Var á kynningu í skóla þar sem kenndar eru 3 námsleiðir inn í heilbrigðiskerfið, og launin eru að lágmarki 10.000 kr. danskar og upp í 18.000. Það er slatti í dag miðað við Ísl. krónuna. Svo var mér sagt að 18 ára strákur með vann sem handlangari í byggingavinnu var með 135 kr. á tímann. Það er talsvert meira en á íslandi þó að við myndum reikna út frá 10 kr. gengi, svo ekki sé nú talað um 20 kr. En það telst hér full vinna að vinna 37 tíma á viku þannig að þetta eru um 160 tímar á mánuði. Mér var sagt að ég gæti fengið 150 kall þannig að ég gæti haft það gott í byggingavinnu hér á dagvinnulaunum, ef að rétt er. Skrifa þetta með fyrirvara, en þetta er það sem mér var sagt af Íslendingi sem er búinn að vera hér frá 1985. Hann ætti að vita hvernig þetta er hér. En það skal líka taka fram að hér er öðruvísi að lifa, greitt fyrir vatnið, heitt og kalt og allt það. Kostar svolítið þannig að það kemur á móti, svo eru skattar hærri, en líka meira sem að gert er fyrir skattgreiðandann. Hann greiðir ekki fyrir komu til læknis, nema í gegn um skatta. Maður er að læra þetta svona smátt og smátt. Ég gæti alveg hugsað mér að vinna í byggingavinnu á þessum launum, og aldrei að vita nema maður geri það í sumar. Það er ekki komin mikil kreppa ennþá á vinnumarkaði sem að ég hef heyrt af, en það er verið að spá aðeins hærri tölu í fækkun starfa á næsta árinu eða svo. Það er verið að tala um 40.000 störf á móti 7-9000 á Íslandi, ekki að ég sé að gera lítið úr vandanum þar. Hins vegar er hér talað meira um ákveðin fög, en ekki bara ófaglærða.

Nú styttist í að ég byrji í háskólanum, en það er í lok janúar og hlakkar mig mikið til. Það gengur vel í dönskunáminu og ég er að læra helling á þessu. Það er mikill munur að læra þetta hér í Danmörku, þýðir ekkert að segja hlutina með íslenskum áherslum. Þá er maður látinn segja það aftur og aftur. Alveg þangað til að maður segir það rétt. Sem er hið besta mál. Ég er að læra ný og ný orð á hverjum degi og líka að læra málfræðina. Það er eitt að segja orðin og allt annað að skrifa þau. Svo eru líka orð sem eru skrifuð eins en ekki sögð eins og þýða alls ekki það sama. 

Það var verið að breyta klukkunni hér og nú þarf maður að stilla tímann upp á nýtt.

En þetta er gott í bili. Skal reyna að vera duglegri að skrifa. 


Krónan er verðlaus í Danmörku !!!!

Já ég var staddur á Kastrup í dag og sá að krónan var allsstaðar á núlli í bönkunum þar. Það er ekki merki um að ástandið sé að lagast. Það tók mig 4 daga að fá peningana á reikning minn hér í Danmörku, vanalega gerist það samdægurs í gegnum heimabanka. Það var stopp í Danske bank. En það er erfitt fyrir okkur íslendingana sem erum búsett erlendis og erum að fá tekjur að heiman. Það er sama með okkur og þá erlendu starfsmenn sem að eru að vinna á íslandi og eru að reyna að koma peningum heim til fjölskyldna sinna.

Vonandi fer þetta að lagast og við búsett á erlendri grundu förum að fá eitthvað fyrir peningana okkar til að geta átt í okkur og á. Það er ekki meira sem ég bið um, en að geta framfleytt fjölskyldu minni.


Og hvað á að gera fyrir launafólkið í landinu í staðinn ????

Já er von að maður spyrji.

Ég er ekki svo viss um að launafólkið sé á sama máli og Geir.  Ég er nokkuð viss um að það þarf mikið til að það verði sátt um það.

Annars er ég ekki dómbær um það. Það er eins og nú þurfi vitundarvakningu hjá ráðamönnum Íslands um hvernig veruleikinn er hjá fólki sem vinnur á hinum almenna vinnumarkaði.  Ég fór til annars lands til að mennta mig. Það var orðið hart í ári og er enn. Skil það eftir að hafa reynt að eiga samskipti við bankann mig í kjölfar slæmrar fjárhagsstöðu. Staðan er orðin ansi erfið og nú er ég að reyna að halda þeirri ákvörðun minni til streitu. Það er ansi erfitt þegar lán hækka hraðar en allt. En vonandi reddast það.

Vona að það lagist ástandið á Íslandi og það sem fyrst. Það er ekki gott að vera skuldurgur á Íslandi núna.

Takk.

 


mbl.is Æskilegt að framlengja kjarasamninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er íslenska krónan í frjálsu falli ??

Það er allt eins þessa dagana. Gengið er að hrella okkur því að við erum að fá alla innkomu okkar frá Íslandi og fáum alltaf minni og minni pening í vasann. Það er ótrúlegt hvað þetta hefur breyst á þeim stutta tíma sem við erum búin að vera hér.

En dönskunámið gengur fínt og lífið hér allmennt. Það er verið að spá miklum uppsögnum hér í Danmörku á næstu 12 mánuðum. En það er í ákveðnum fögum mikill samdráttur. Svo er verið að taka til skoðunar dagpeningakerfið hér líka. Þannig að það er mikið um að vera, en ekki eins mikil sveifla eins og á Íslandi að ég tel. En eins og ég sagði er námið að ganga vel. Ég á að færast í dönsku 3 eftir mánuð eða svo og það er fínt. Er í dönsku 2 núna og finn að það er smá í málfræðinni sem mig vantar og er verið að vinna í því. Hér er verið að vinna í að gera mig klárann til að takast á við háskólanámið. Láta mig læra sem mest á sem styðstum tíma eða þannig. Það er gott og ég hef bara mjög gaman af því að læra.

Nú er bara að kanna hvort að hægt sé að fá námslán hér í danmörku til þess að fá eitthvað í vasann. Það gengur ekki að vera á lánum frá Íslandi eins og staðan er núna. Það þarf mikið að breytast til þess að það sé sniðugt. Hef verið að skoða hvaða möguleikar eru til staðar og á eftir að kanna það betur. Kannski getur bankinn hér veitt lán meðan á náminu stendur. Svo er spurning hvort að ég eigi rétt á láni frá SU.

Takk.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband