Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Áramót í Danmörku !

Hér situr fjölskyldan og horfir á Stellu í orlofi þar sem að við höfum ekki áramótaskaup ríkissjónvarpsins. Bíðum eftir að sjá hvernig Danir fagna nýju ári.

Óskum öllum gleðilegra áramóta og gleðilegt ár allir. 


Danmörkin á jólum!

Já nú erum við að halda jól í Danmörku, og það er búið að vera gaman að fylgjast með undirbúningnum hér. Það eru rauð jól og mikið búið að spá í hvað gera Danir á jólum. Þeir virðast vera með svipuð jól og við Íslendingar, fyrir utan stress og kapphlaup. Mikið um að fólk væri farið að kaupa jólagjafir snemma og áttu svo rólegan dag í dag, það var þannig hjá okkur. Ég átti bara eftir að versla handa frúnni frá mér og svo frá börnunum, og það tók ekki langan tíma. Svo röltum við um og skoðuðum jólastemmninguna sem var fínt. Það er Juleaften sem að allt snýst um, aðventugjafir,enda bara einn julemand og ýmislegt sem að maður er ekki vanur. Það sem að mér finnst best er að það er ekki verið að drepa starfsfólkið í verslunum, breytist aðeins opnunartíminn en það er ekki opið langt fram á kvöld alla daga, það var bætt inn sunnudögum í desember. Svo lokað á venjulegum tíma í dag(Þorláksmessu) og eitthvað lítið opið á morgun. Svo er bara mikið lokað á milli jóla og nýárs. En þetta verða gleðileg jól engu að síður og það að hafa alla strákana hjá okkur er frábært. Bið að heilsa öllum og óska gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.


Allt að gerast !!!

Eins og þeir vita sem að mig þekkja þá er ég kominn til Danmerkur og er að leggja í langt nám, sem að hefst á vorönn 2009 í Syddansk Universitet í Odense. Þar byrja ég í 1 og 1/2 árs fornámi til að ná stúdent og svo fer ég í nám sem tekur um 3 og 1/2 ár og er rekstrar og framleiðslutækni, síðan eru 2 ár til viðbótar ef að ég fer í mastersnám. Ég fékk bréf um að ég ætti að mæta þann 27. janúar kl. 9 þannig að ég er kominn inn formlega. Er hins vegar kominn til Odense og búinn að vera hér síðan í júlí og það var gott að komast hér út og koma sér fyrir. Síðan fór ég í dönskuskóla og er búinn að vera þar síðan í september til að undirbúa mig fyrir námið. Nú er að koma að þessu og það verður gaman að takast á við þetta verkefni. Það er ekki neitt sem að ég kvíði fyrir í þessu og hlakka til að setjast á skólabekk aftur. En að þessu sögðu þá læt ég þessari færslu lokið.

Íslendingar að snúa vörn í sókn !

Gaman væri að vita hvað margir hafa sótt um nám erlendis. Það gæti verið punktur í þessa umræðu. Sé bara jákvætt við að fólk bregðist við með þessum hætti, þrátt fyrir að það sé kannski ekki endilega þörf á fólki með menntun eins og er. Það þarf að vera eitthvað jákvætt á þessum verstu tímum og jú það er betra að fólk setjist á skólabekk en að það fari á atvinnuleysisbætur og missi kannski fótanna í lífinu. Ég sjálfur er að fara í nám erlendis og veit að það er eitthvað um að fólk er að koma frá Íslandi, allavega hér í Odense þar sem ég er veit ég um nokkra. En það væri gaman að vita hvað það eru margir í námi erlendis áður en að þetta ástand skall á og svo eftir. Það eru að mér skilst tæplega 9 þúsund manns á atvinnuleysisskrá og það er hið besta mál að allavega 2 þúsund af þeim hyggja á nám. Það breytir miklu og er góð innspýting fyrir skólana.
mbl.is Um 2.000 vilja í skóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband