Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008
Áramót í Danmörku !
31.12.2008 | 21:16
Hér situr fjölskyldan og horfir á Stellu í orlofi þar sem að við höfum ekki áramótaskaup ríkissjónvarpsins. Bíðum eftir að sjá hvernig Danir fagna nýju ári.
Óskum öllum gleðilegra áramóta og gleðilegt ár allir.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Danmörkin á jólum!
24.12.2008 | 00:11
Já nú erum við að halda jól í Danmörku, og það er búið að vera gaman að fylgjast með undirbúningnum hér. Það eru rauð jól og mikið búið að spá í hvað gera Danir á jólum. Þeir virðast vera með svipuð jól og við Íslendingar, fyrir utan stress og kapphlaup. Mikið um að fólk væri farið að kaupa jólagjafir snemma og áttu svo rólegan dag í dag, það var þannig hjá okkur. Ég átti bara eftir að versla handa frúnni frá mér og svo frá börnunum, og það tók ekki langan tíma. Svo röltum við um og skoðuðum jólastemmninguna sem var fínt. Það er Juleaften sem að allt snýst um, aðventugjafir,enda bara einn julemand og ýmislegt sem að maður er ekki vanur. Það sem að mér finnst best er að það er ekki verið að drepa starfsfólkið í verslunum, breytist aðeins opnunartíminn en það er ekki opið langt fram á kvöld alla daga, það var bætt inn sunnudögum í desember. Svo lokað á venjulegum tíma í dag(Þorláksmessu) og eitthvað lítið opið á morgun. Svo er bara mikið lokað á milli jóla og nýárs. En þetta verða gleðileg jól engu að síður og það að hafa alla strákana hjá okkur er frábært. Bið að heilsa öllum og óska gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Allt að gerast !!!
13.12.2008 | 10:11
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Íslendingar að snúa vörn í sókn !
13.12.2008 | 09:51
Um 2.000 vilja í skóla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)