Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
Frábært framtak
28.3.2008 | 13:15
Já það er óhætt að segja að það er frábært að sjá þetta gerast. Mætti gera þettaí fleiri stéttum, vegna þess að það er margt annað sem má mótmæla líka.
100 % stuðningur.
Bílstjórar mótmæla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hélt að þetta fyrirkomulag væri að skila árangri ?
27.3.2008 | 20:04
Já ég er ekki hissa þó að menn séu ósáttir með þetta, en það hefur verið mikill árangur hjá tollyfirvöldum á suðurnesjum og það er ábyggilega vegna tengingar við lögregluna. Það á ekki að skipta upp embættum þegar þau eru að virka. Kannski er þetta rangt hjá mér en mér finnst ég vera að sjá miklu meiri fréttir af þessum embættum og því taldi ég að það væri árangur.
Styð tollverði í þessum mótmælum.
Tollverðir mótmæla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sjálfsagt að taka tillit til slökkviliðs og láta þá vita.
27.3.2008 | 20:00
En ég er viss um að þeir sem þar starfa eru sammála því að það var þarft að gera eitthvað í málunum og láta ríkið finna það að ekki er öllum sama. Það er með ólíkindum á 21 öldinni að ekki sé brugðist við þessu. En kannski er þetta en ein sönnun þess að við erum bananalýðveldi og það eru bara þeir sem eiga aura sem eiga rétt á einhverju.
Það er ekki verið að spá í það sem gert var í febrúar, en þá var verið að undirrita mjög ábyrga kjarasamninga og þetta er ekki gott í það umhverfi. Tel að ríkisstjórnin eigi að stíga fram og lækka álög á bensín og olíu. Svo má líka setja inn í þetta að ríkið ætti að sjá sóma sinn í að fella niður stimpilgjöld, ekki bara af fyrstu íbúð.
Lokun vegarins háalvarlegt mál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tími til kominn !
27.3.2008 | 16:23
Það er löngu orðið tímabært að láta aðeins vita að ekki eru allir sáttir við það að allt sé að hækka. Gaman væri að vita hvað rekstrarkostnaður hefur hækkað á einum svona trukk á mánuði.
Gaman væri að sjá hvað yfirvöld ætla að gera í framhaldi, svo ekki sé talað um olíufélögin sem hækka alltaf þegar gengið sveiflast og olía hækkar, en ekki þegar hún lækkar. Allavega ekki alveg jafn mikið.
Bílstjórar hætta aðgerðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þetta er eins og á Íslandi, allir skyldir öllum
27.3.2008 | 14:27
Ótrúlega fyndin tilviljun að þau sem eru að keppa um að verða forsetar skuli vera tengd hjónum sem eru mikið í fréttum og fræg.
Það er hins vegar alveg ótrúlegt að tengja það að einhverju leiti við forsetakosningarnar, en svona er Ameríka.
Frægt frændfólk frambjóðenda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Jæja þá er komið að smá pistli
27.3.2008 | 14:23
Jú það er búið að vera mikið að gera hjá mér síðustu vikur og ekki verið tími til að henda inn pistli. Nú er ég hins vegar í feðraorlofi og þá er um að gera að setja inn smá fréttir.
Það sem er búið að gerast er að ég var að ferma dreng nr 2 í hópnum og það gekk allt vel. Hann kom og gisti hjá okkur daginn fyrir fermingu, en hann er fluttur til Grindavíkur með mömmu sinni og bróðir. Hann hefur ekki komið í næturgistingu hjá okkur í 1 og 1/2 ár eða svo. Það var því mikil gleði að hann skildi velja að gista hjá okkur þessa nótt. Hann talaði um að fara að koma oftar.
Svo vorum við hjónin að eignast eina fallega stúlku þann 14 mars og er það fyrsta skvísan í hópnum, fyrir utan uppeldisdóttur mína sem er 18 ára eins og frumburðurinn minn. Hann fékk þessa litlu dömu í afmælisgjöf, en hann á sem sagt afmæli 14 mars og varð þá lögráða. Til hamingju með það Andri minn.
Við erum að snúllast hér heima með dúlluna okkar og Dana er að skríða saman, en það gengur hægt. Vona þó að það hafist á endanum. Hún á það til að vera að gera hluti sem ekki eru góðir fyrir hana. Svo var verið að standsetja herbergi fyrir litlu og það er búið að taka smá tíma.
Annars er allt gott að frétta af okkur og við biðjum að heilsa öllum sem við þekkjum.
Takk.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Svona fyrirtæki á ekki að vinna fyrir opinbera aðila.
6.3.2008 | 12:58
Greiddu 4,2 milljónir kr. í vangreidd laun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fallinn er frá mikill snillingur
3.3.2008 | 17:02
Já það var fyrir tilviljun að ég hlustaði á plötu með þessum mikla snillingi og þvílíkt og annað eins. Hann fer ótrúlega fimum höndum um gítarinn, þrátt fyrir sjúkdóm sinn.
Blessuð sé minning hans.
Jeff Healey látinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Einkennilegur andskoti
3.3.2008 | 13:35
Ákært í fjársvikamáli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mikið á þessi gott!
3.3.2008 | 08:37
Og vonandi fer þetta á stað þar sem þörf er á.
Til hamingju sá sem þetta vann.
Fær 21 milljón í vinning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)