Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Já svona er lífið í Danmörku :-)

þá er fyrsta vikan liðin í dönskunni og það gengur vel. Var í heimsókn í skóla á mánudaginn og svo var verið að kynna í dag Mentor kerfi sem er í boði frítt fyrir okkur sem erum að setjast að í Danmörku. Það er kerfi þar sem hægt er að setja sig í samband við skrifstofu mentor fyn og fá viðtal. Þar er kannað hvað þú ætlar að gera, nám eða vinna og þá er fundinn Dani sem getur hjálpað þér að komast að og líka hjálpað þér með að læra dönsku.

En nú er verið að færa mig upp um bekk, kennararnir telja að ég eigi ekki heima í þessum hópi sem að ég er í. Samt hef ég verið með fólki sem er búið að vera í Danmörku í allt að 19 ár.

En það verður spennandi að sjá hvað kemur út úr þessu, en ég ákvað í dag að láta slag standa og færa mig.

Mæti í sama bekk á mánudaginn og fæ þá kannski að vita meira um þessa færslu.

Takk í bili. 


Frábært dönskunám sem ég er kominn í !

http://barattan.blog.is/js/tiny_mce/plugins/emotions/images/W00t.png Já það má nú segja að þetta dönskunám sem byrjaði í dag lofi góðu. Það var byrjað í tölvum á nemendaverkstæði eða eitthvað í þá áttina, en það er aðstaða til að koma og læra þegar ekki er verið í tímum, með aðgangi að tölvum bókum og hljóðsnældum. Einnig er þar kennari til að aðstoða alla daga. Þarna má ég koma þegar ég vil og læra. Ég var settur í hóp 2 í efri kanti til þess að ég læri sem mest þangað til að ég byrja í Aðgagnskúrsus í Syddansk university. Það er þeirra markmið að ég verði fær um að takast á við námið þegar þar að kemur og vilja þau allt fyrir mig gera. Það er frábært að fá þennan meðbyr og mig er farið að hlakka mikið til. Það er altalað hér að enginn Íslendingur hafi náð dönsku í aðgangi og er það mitt markmið að verða fyrstur til þess. Skil ekki að fólk leggi ekki á sig að læra tungumálið í því landi sem það er búsett á meðan á námi stendur. Annars er þetta að leggjast mjög vel í mig og okkur öll. Það er gott að vera hér í Danmörku og mikið gert fyrir fjölskyldufólk. Við vorum t.d. hjá lækni um daginn og það kostaði okkur ekkert. Bara tekið sjúkrasamlagskortið og rennt í gegn um svona lesara í tölvu. Fín þjónusta hjá lækninum og hún útskýrði fullt fyrir okkur. Svo fáum við rúmar 3.þúsund dkr í húsaleigubætur sem er rúmlega helmingur af leigugjaldinu, þannig að við greiðum rúmlega 2. þúsund dkr. Barnabætur eru góðar og svo er ég að kanna hvaða möguleika ég hef til að taka lán hér úti fyrir náminu, eða framfærslu á meðan á námi stendur. Þarf ekki að greiða skólagjöld vegna þess að ég er frá Íslandi. Það er einn plúsinn.Fæ líka frípláss á leikskólanum fyrir Stefán Pál á meðan ég er í námi, en það er bara með einu barni þannig að þegar Dana fer í nám þá getur hún sótt um frípláss fyrir Ástrósu þegar hún er komin á leiksóla eða vöggustue eins og það heitir hér. Það sparar 3 þúsund á mánuði. Svona er kerfið að virka fyrir okkur og hefur örugglega upp á fleira að bjóða sem að við lærum á meðan við erum hér. Takk í bili

Nú byrjar ballið !!!

Já á mánudaginn á ég að mæta í viðtal eða próf í dönsku til að meta hvar ég lendi í náminu, en það er frá 3- 8 mánaða prógramm hjá þeim og fer það eftir getu hvar maður lendir í ferlinu.

Annars er allt gott að frétta og það er skrýtin tilfinning að vera að verða námsmaður aftur og ekki á vinnumarkaði. Það er samt spennandi verkefni og hlakkar mig til að takast á við það. En það kemur svo í ljós hvernig það á eftir að ganga. Hef ekki miklar áhyggjur af því, á frekar auðvelt með að læra og ef að ég verð kominn á fínt skrið í dönskunni þá verður þetta ekkert mál. Hélt að ég færi að fá hnút í magann þegar það færi að líða að þessu en svo er ekki, allavega ekki enn.

Hér er gott að vera og mikið gert fyrir fólk með fjölskyldu, húsaleigubætur taka mið af stærð fjölskyldu og munar mikið um þær. Svo eru barnabætur fínar og er verið að kanna hvort að hægt sé að fá lán í Danmörku fyrir náminu, en ef að það gengur ekki þá er það bara Lín og vonast ég til að gengið verði þá orðið hagstæðara.

Sem sagt allt að fara í gang og mun ég setja inn fréttir þegar ég er kominn með meiri vitneskju um dönskunámið.

Hilsen


Fréttir frá Danmörku

Já er ekki kominn tími á smá blogg hjá mér , en ég er að koma mér fyrir í nýju landi og það er skemmtilegt að segja frá því að nú er ég að upplifa það sem ég sá svo mikið í minni vinnu hjá Eflingu. Það er að segja hvernig er að vera í nýju landi, kunna ekki tungumálið og vera að reyna að bjarga sér. Það gengur ágætlega hjá mér og er ég á leið í dönskuskóla til þess að geta talað almennilega, þarf nefnilega að auka orðaforðan. Það er það sem háir mér hér og ég er svo fljótur að skipta yfir í enskuna sem er ekki gott. Það er afleiðing vinnunnar sem ég var í. Þá var maður alltaf að tala ensku eða íslensku og oft miklu meira á ensku en hitt.

En ég er sem sagt að koma mér inn í kerfið hér og sýnist mér að hér sé miklu betra að vera með börn og all önnur umgjörð á öllu. Við erum að fá meira í barnabætur, svo fáum við hærri húsaleigubætur hér en á Íslandi. Það munar mjög miklu. Svo byrjar háskólinn eftir áramót og það verður spennandi. Var að heyra að þetta væri mjög strembið nám, sem er bara fínt. Sagt er að enginn íslendingur hafi náð dönskunni í aðgangskúrsinum, svo að ég ætla að breyta því og ná dönskunni. Svo er bullandi stærðfræði og það er fínt. Ég hef nefnilega talsverðan áhuga á henni svo að það er ekki áhyggjuefni fyrir mig.

Læt heyra frá mér fljótlega aftur.   


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband