Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Tek ofan fyrir Landsvirkjunarmönnum.

Já ég get ekki sagt annað en að þetta er alveg frábært af þeim að gera þetta og leysa vanda starfsmanna fyrirtækisins. Bara að einhver hefði haft sömu samkennd varðandi mál Jarðvéla.

Það á ekki að bitna á starfsmönnum þegar svona hlutir gerast og það er fáránlegt að bankinn skuli koma í veg fyrir að fyirtæki geti greitt starfsmönnum sínum laun, til að takmarka tjón sitt þá er fjölskyldum starfsmanna stefnt í voða. Reikna nú með að bankinn sé betur í stakk búinn til að lenda í svona aðstæðum en starfsmenn og fjölskyldur þeirra.

En hvernig má það vera að fyrirtæki eins og Arnarfell og Jarðvélar sem virðast vera í góðum verkum, annars vegar hjá Landsvirkjun og svo vegagerð sem bæði eru tengd ríkinu, lendi í svona fjárhagserfiðleikum á tímum eins og nú, aldrei meiri uppbygging og allir að springa undan verkefnastöðu og eru frekar í vandræðum með að taka við verkum og manna heldur en að missa allt úr höndunum. Það hlýtur að vanta eitthvað í umræðuna um stöðu þessara fyrirtækja. Það er t.d. talað um að eigendur Jarðvéla séu að selja eignir til að koma undan peningum og að þeir séu að byggja upp annað fyrirtæki á Suðurnesjum sem  tengist Motorpark eða hvort að það er það sama. Skil ekki að þetta sé hægt. Þeir voru með stór orð fyrir jólin um að ekki yrði neinn svangur og svo framvegis en hvað gerðist ? Engin laun og ekkert orlof í banka. Bara svik og aftur svik. Báðu svo menn að vinna hjá sér áfram án þess að ætla að gera upp laun.

En aftur að Arnarfelli, ég vona að það leysist úr þeirra málum og legg til að ef að fyrirtækið á einhvað í banka að þá fái þeir að greiða starfsmönnum laun þegar þess þarf. Ekki láta þetta bitna á þeim sem síst ætti.

 


mbl.is Landsvirkjun greiðir laun Arnarfells
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur á óvart eða hitt þó !

Þetta er algjört grín að verða og það er með ólíkindum hvað atvinnurekendur eru ósvífnir. Það skiptir þá engu máli hvað þetta tekur langann tíma því að þeir eru að spara á því að tefja. Þeir hefðu þurft að hækka launin 1. janúar ef samningur hefði verið klár en nú eru þeir að spara sér einhverjar krónur á kostnað starfsmanna sinna. Og ætlast svo til að allir leggi sig fram um að vinna að aukinni framleiðni og skapa meiri verðmæti inn í fyrirtækin. Það myndi nú eitthvað heyrast í þeim ef að starfsmenn myndu slaka á og vinna á eðlilegum hraða og ekki vinna langa vinnudaga.  En það er einmitt það sem vakir fyrir þeim, að hækka ekki launin svo að starfsmenn þurfi að vinna lengi og mikið.

Skil ekki þessa stefnu en þetta er það sem sjálfstæðismenn standa fyrir og vilja ekki réttlæti. Það sem mér þykirt verra er hversu lágt samfylkingin er að leggjast til þess að vera í ríkisstjórn, og fórna öllu sem þau hafa sagt sig standa fyrir. En svona er nú bara lífið.

Ég vil að við förum í stríð við þessa atvinnurekendur og verðum hörð á okkar kröfum, sem ekki erum miklar, en standa í atvinnurekendum og segja þeir að allt fari til andskotans. Verðbólgan rjúki upp og allt það, en HALLÓ það er þannig í dag þrátt fyrir að síðustu samningar hafi ekki verið með mjög háum launahækkunum.

Skítt er þetta en við tökum á þessu vonandi.


mbl.is Áhugi á samningi til eins árs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þekkir þetta vel.

Já er það ekki málið að skoða hvað hægt sé að gera fyrir láglaunfólk?

Það er gaman að heyra að það er einhver sem vill taka undir þær hugmyndir og tillögur sem verkalýðshreyfingin er að velta upp til að geta komið á kjarasamningum í landinu án þess að setja allt á annan endann. Mér finnst rétt að hlutirnir séu skoðaðir, til þess að hægt sé að meta hvort að þeir skili árangri og létti fólki lífið.


mbl.is Vill láta skoða tveggja þrepa tekjuskatt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gaman væri að vita hvað er að gerast.

Það er alveg ljóst á miðað við þau skilaboð sem send hafa verið til okkar í fjölmiðlum að það er ekki mikils að vænta.

En aldrei að segja aldrei, því að allt getur gerst. Vona að þessi mál fari að skýrast og þá að það komi einhver ásættanleg niðurstaða.


mbl.is Fyrsti samningafundurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snilld að heyra

Þetta er eitthvað sem getur auðveldað mörgum lífið. Það ættu fleiri sveitafélög að taka þetta sér til fyrirmyndar. Kannski maður flytji í Garðinn ?? 
mbl.is Greiddar umönnunarbætur í Garði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já það er margt óljóst í þessu máli ?

Skil ekki hvernig þetta fyrirtæki sem er að vinna fyrir ríkið getur farið á þann hátt sem þarna gerðist, þrátt fyrir að hafa verið til í áratugi eða þar um bil. Svo eru eigendaskipti og allt fer til fjandans. Það hlýtur að vera eitthvað bogið við það ? Segi ekki meir um málið. Tel að það eigi að bjóða þeim sem unnið hafa sem undirverktakar að klára verkið ef hægt er, að öðrum kosti að bjóða það út. Hver er ábyrgur þegar svona gerist, því að það hlýtur að hafa áhrif á rekstur þeirra fyrirtækja sem eru að vinna sem undirverktakar og missa af þeim tekjum sem þau áttu að fá. 
mbl.is Óljóst hver tvöfaldar brautina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er að gerast ?

Ótrúlega er búið að vera mikið um þetta á árinu og sem betur fer ekki verið um að ræða  einstaklingarnir komi ekki fram heilir á höldnu.

Mikið er það nú skrýtið að það þurfi að leita að einstaklingunum á þessari tækniöld, hélt að það væru allir með síma og hægt væri að ná í þá.

Vona að hann komi í ljós og að sjálfsögðu ómeiddur.

 


mbl.is Lýst eftir 17 ára pilti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er góð spurning eða ????

Er það ekki bara málið að hann vill viðhalda þeirri stefnu sem er í gangi að breikka bilið á milli þeirra sem ekki hafa í sig og á og þeirra sem eiga nóg, og vilja meira.

Það getur ekki verið að það sé vilji þeirra að ekki náist saman um samninga vegna þessa. Það er að sjálfsögðu allra hagur að ná sátt og reyna að vinna gegn verðbólgunni, og það er hægt með myndalegu framlagi ríkisstjórnarinnar, en lítil er vilji manna að leysa þau mál.

Það kom fram í könnun sem gerð var fyrir Hagstofuna í kringum áramótin að það var rúmlega helmingur þeirra sem spurðir voru, sem áttu von á verkföllum á þessu ári og það hlýtur að segja mönnum að fólk er orðið þreytt á þessu ástandi og harmagráti atvinnurekenda sem hingað til hafa verið að monta sig af góðri afkomu og svo er allt í hers höndum núna og ekki hægt að deila góðri afkomu með þeim sem eru að skapa afkomuna með fyrirtækjunum.


mbl.is Skilur ekki hvað Vilhjálmi gengur til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúlegur maður hann Magnús.

Já það er óhætt að segja að hann er dæmi um það að ef að þú trúir á eitthvað þá sé hægt að framkvæma það.

Ég var þess heiðurs aðnjótandi að vera að æfa á líkamsræktastöð sem hann átti og kynntist honum lítillega. Það var ótrúlegt að hlust á hann og heyra hvernig hann leit á hlutina. Þetta var árið 1998 og þá var hann að byrja á þessu Latarbæjarævintýri. Mér var sagt á þeim tíma að það væri dæmi upp á 100 millj. að minnsta kosti og viti menn, það hefur orðið miklu stærra að ég held.

Frábært að hann skuli hafa náð þessum árangri og ótrúlegt hvað hann er búinn að vinna þetta sjálfur að stórum hluta. Það er fyrst núna árið 2007 sem að hann fer að fá staðgengla til að koma fram sem íþróttaálfurinn.

Til hamingju með þetta Magnús.


mbl.is Magnús Scheving meðal ríkustu manna heims?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alveg magnað!

Hvernig árið 2008 virðist ekki vera gott fyrir 19 ára karlmenn en það eru 3 látnir á nokkrum dögum og það bara á norðurlöndunum, allavega sem að ég hef séð fréttir um.

Bara að það verði ekki framhald á þessu. Það er aldrei gaman að heyra fréttir af þessu tagi og allra síst þegar um ungt fólk er að ræða.

 


mbl.is Tveir til viðbótar handteknir vegna manndráps á Strikinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband