Færsluflokkur: Dægurmál
Danmörkin á jólum!
24.12.2008 | 00:11
Já nú erum við að halda jól í Danmörku, og það er búið að vera gaman að fylgjast með undirbúningnum hér. Það eru rauð jól og mikið búið að spá í hvað gera Danir á jólum. Þeir virðast vera með svipuð jól og við Íslendingar, fyrir utan stress og kapphlaup. Mikið um að fólk væri farið að kaupa jólagjafir snemma og áttu svo rólegan dag í dag, það var þannig hjá okkur. Ég átti bara eftir að versla handa frúnni frá mér og svo frá börnunum, og það tók ekki langan tíma. Svo röltum við um og skoðuðum jólastemmninguna sem var fínt. Það er Juleaften sem að allt snýst um, aðventugjafir,enda bara einn julemand og ýmislegt sem að maður er ekki vanur. Það sem að mér finnst best er að það er ekki verið að drepa starfsfólkið í verslunum, breytist aðeins opnunartíminn en það er ekki opið langt fram á kvöld alla daga, það var bætt inn sunnudögum í desember. Svo lokað á venjulegum tíma í dag(Þorláksmessu) og eitthvað lítið opið á morgun. Svo er bara mikið lokað á milli jóla og nýárs. En þetta verða gleðileg jól engu að síður og það að hafa alla strákana hjá okkur er frábært. Bið að heilsa öllum og óska gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Allt að gerast !!!
13.12.2008 | 10:11
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Íslendingar að snúa vörn í sókn !
13.12.2008 | 09:51
Um 2.000 vilja í skóla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gott að vita til þess að stjórnvöld á Íslandi láta sér standa á sama.
28.11.2008 | 21:31
Er málið að það á að banna fólki og/eða fyrirtækjum sem eiga peninga að koma þeim í öruggar hendur, eða í banka erlendis. Það á að láta landann vera með sinn lífssparnað og aðrar eigur áfram í rústum bankanna á Íslandi og ef að einhver vill færa þá úr landi þá er það Davíð konungur Seðlabankans sem stjórnar því hvort að það má eða ekki. Samkvæmt mínum viðskiptabanka á Íslandi þá þarf að sækja um að fá að millifæra peninga erlendis og það tekur 1-2 daga að sækja um. (Sjá eftirfarandi)
Sökum breyttra aðstæðna á gjaldeyrismarkaði þarf að sækja um yfirfærslu á gjaldeyri. Ferlið tekur einn til tvo virka daga frá því að sótt er um greiðslu og þar til hún fer af stað. Skortur er á gjaldeyri í landinu og því er ekki öruggt að allar umsóknir séu samþykktar.
Hvað með fjölskyldur eins og mína sem fær greiðslur frá Íslandi, bý í Danmörku. Á ég að svelta í hel ? Það er ekki mikið sem að ég fæ fyrir peningana mína í dag. Veit að ég hefði misst allt mitt á Íslandi, en hér get ég lifað þó að naumt sé. Og nú er það undir Seðlabankanum komið hvort að ég fæ aur eða ekki. Skil ég það rétt.
Frumvarpið vottur um uppgjöf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Langt er síðan síðast !
21.11.2008 | 08:28
Já það er langt síðan að ég bloggaði síðast, en það er margt búið að gerast síðan og það helsta verður talið fram hér. En eins og ég hef sagt áður er ég í dösnkuskóla og eru próf þar á fullu núna, en ég tek ekki próf. Það er vegna þess að ég fer í dönsku í adgangskursusinum í Syddansk-universitiet í Odense. Þess vegna segja þau að ég þurfi ekki að taka próf, en það er þeirra markmið að ég verði tilbúinn fyrir námið. Ég fór í háskólann um daginn til þess að ræða við fulltrúa SU sem er danskur lánasjóður fyrir námsmenn, og ætlaði að kanna hvort að ég gæti fengið lán hjá þeim. Mér var sagt að sækja bara um og sjá hvað kæmi út úr því. Það væri ekki útilokað. Ég mun leita allra leiða til þess að fá lán hér úti, það er nánst vonlaust að lifa á því sem að hægt er að fá hjá Lín, á meðan gengið er svona eins og það er. Þetta á allt eftir að skýrast á næstu vikum. En lífið hér er fínt og það er margt sem að maður þarf að læra, varðandi réttindi og annað. En ég sótti um frípláss á leikskólanum hjá Stefáni Páli og fékk lækkun vegna þess að ég er í námi. Reikningurinn lækkaði úr 1.533 kr og niður í 184 kr. Það er lækkun sem skiptir mann máli, en ekki 200 kr ísl. eins og það var heima. En það skýrist á næstu dögum hvernig þetta verður með adgangskursusinn, á að fá bréf frá skólanum í byrjun des. Þá fæ ég að vita hvenær ég byrja og hvernig þetta verður allt saman.
Hlakka til að fá skemann yfir námið.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það er gott að leita leiða til að hjálpa !
31.10.2008 | 14:44
Leita leiða til að hækka skammtímalán stúdenda erlendis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta er ráðherra sem bregst við !
31.10.2008 | 14:40
Já það myndi ég segja, þarna er verið að gera eitthvað til þess að takmarka tjón heimila og einstaklinga, fjárhagslega og líka andlega. Það getur verið nógu slæmt að missa tekjur eða hluta af vinnu og innkomu. Því tel ég þetta vera frábæra leið til þess að mæta þeim áföllum og bæta greiðslur til þeirra sem mest þurfa.
Enn og aftur gaman að vita til þess að ráðherra taki til hendinni og ekki kemur á óvart að það sé Jóhanna sem tekur af skarið. Er hennar tími að koma ????
Spornað við uppsögnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Alltaf á þessum árstíma ?
31.10.2008 | 09:23
Mikið er skrýtið að þetta þurfi að koma upp á þessum árstíma! Það var í fyrra eitt stórt gjaldþrot sem snerti starfsmenn mjög illa yfir hátíðarnar og nú virðist vera mikið um að fyrirtæki séu að róa lífróður. Jú það er uppsagnarfrestur hjá stafsmönnum en ég spyr, er það öruggt að fyrirtækin sem eru að róa lífróður geti greitt laun, eða erum við að sjá enn og aftur það gerast að þeir sem eru að vinna hjá þessum fyrirtækjum eigi ekki í sig og á í desember. Það er umhugsunarefni og kannski eru þeir sem í þessari stöðu lenda nú, í verri málum, miðað við ástandið í þjóðfélaginu, verðbólgan hærri og gengið eins og það er, skuldirnar vaxa mjög hratt.
Já það er ekki öfundsverð staða hjá þessu fólki og það veit ég af reynslu minni. Ég þurfti að horfa framan í fólkið í fyrra sem fékk ekki laun í okt, nóv og desember. Það er ekki góð staða að lenda í.
En vonandi lagast þetta og vonandi verður þetta ekki raunin í ár. En ef svo yrði þá finnst mér það skylda ábyrgðarsjóðs launa að leysa út því, eða réttara sagt vinnumálastofnunar og ríkisstjórnarinnar. Það á ekki að láta þetta gerast ár eftir ár. Það er nógu slæmt ástand í landinu án þess að þetta kæmi líka, ef að svo færi. En þetta er bara mín pæling og tel ég rétt að koma henni áfram.
Hálfdofnir þótt búist væri við uppsögnunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Smá leiðrétting vegna launamála hér!
27.10.2008 | 18:47
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laun í Danmörku !!!
26.10.2008 | 09:56
Það er skrýtið að upplifa það hér, eftir að hafa verið að vinna hjá stéttarfélagi á Íslandi, hvað það er mikill munur á launum og í sumum störfum.
Var á kynningu í skóla þar sem kenndar eru 3 námsleiðir inn í heilbrigðiskerfið, og launin eru að lágmarki 10.000 kr. danskar og upp í 18.000. Það er slatti í dag miðað við Ísl. krónuna. Svo var mér sagt að 18 ára strákur með vann sem handlangari í byggingavinnu var með 135 kr. á tímann. Það er talsvert meira en á íslandi þó að við myndum reikna út frá 10 kr. gengi, svo ekki sé nú talað um 20 kr. En það telst hér full vinna að vinna 37 tíma á viku þannig að þetta eru um 160 tímar á mánuði. Mér var sagt að ég gæti fengið 150 kall þannig að ég gæti haft það gott í byggingavinnu hér á dagvinnulaunum, ef að rétt er. Skrifa þetta með fyrirvara, en þetta er það sem mér var sagt af Íslendingi sem er búinn að vera hér frá 1985. Hann ætti að vita hvernig þetta er hér. En það skal líka taka fram að hér er öðruvísi að lifa, greitt fyrir vatnið, heitt og kalt og allt það. Kostar svolítið þannig að það kemur á móti, svo eru skattar hærri, en líka meira sem að gert er fyrir skattgreiðandann. Hann greiðir ekki fyrir komu til læknis, nema í gegn um skatta. Maður er að læra þetta svona smátt og smátt. Ég gæti alveg hugsað mér að vinna í byggingavinnu á þessum launum, og aldrei að vita nema maður geri það í sumar. Það er ekki komin mikil kreppa ennþá á vinnumarkaði sem að ég hef heyrt af, en það er verið að spá aðeins hærri tölu í fækkun starfa á næsta árinu eða svo. Það er verið að tala um 40.000 störf á móti 7-9000 á Íslandi, ekki að ég sé að gera lítið úr vandanum þar. Hins vegar er hér talað meira um ákveðin fög, en ekki bara ófaglærða.
Nú styttist í að ég byrji í háskólanum, en það er í lok janúar og hlakkar mig mikið til. Það gengur vel í dönskunáminu og ég er að læra helling á þessu. Það er mikill munur að læra þetta hér í Danmörku, þýðir ekkert að segja hlutina með íslenskum áherslum. Þá er maður látinn segja það aftur og aftur. Alveg þangað til að maður segir það rétt. Sem er hið besta mál. Ég er að læra ný og ný orð á hverjum degi og líka að læra málfræðina. Það er eitt að segja orðin og allt annað að skrifa þau. Svo eru líka orð sem eru skrifuð eins en ekki sögð eins og þýða alls ekki það sama.
Það var verið að breyta klukkunni hér og nú þarf maður að stilla tímann upp á nýtt.
En þetta er gott í bili. Skal reyna að vera duglegri að skrifa.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)